Tilkynningar frá kennurum

Í lok síðustu viku uppgötvaðist að tilkynningar frá kennurum bárust ekki í tölvupósti til allra nemanda. Búið er að lagfæra þessa villu en þó er enn vandamál með póstinn hjá örfáum notendum.

Því miður er þitt netfang á þeim lista og því mælum við með að þú opnir reglulega námskeiðin þín til að fylgjast með tilkynningum, sækir appið og/eða bætir við nýju netfangi.

Svona setur þú upp appið

Inni á App Store og Google Play store leitar þú að Canvas Student ef þú ert nemandi en Canvas Teacher ef þú ert kennari. 

Þegar þú opnar appið smellir þú á „Find my school“ og slærð inn „Háskóli Íslands“. Því næst skráir þú þig inn í appið með sömu auðkennum og þú notar í Uglu. Þá getur þú opnað kennslvefi allra námskeiða, eða smellt á „Tilkynningar“ á valmyndinni neðst á skjánum og þá færðu yfirlit yfir allar tilkynningar sem þér hafa borist. 

 

Svona bætir þú við aukanetfangi í Canvas

HÍ netfangið er alltaf aðalnetfangið í Canvas og þú notar það til þess að skrá þig inn. En þú getur bætt við aukanetfangi og þá færðu tölvupósta frá kerfinu einnig sendan á það netfang. 

Til þess að bæta við netfangi smellir þú á „Reikningur“ og „Stillingar“

og lengst til hægri á skjánum sérðu netfangið þitt undir „Sambandsleiðir“ og þar getur þú bætt við aukanetfangi: 

Síðan færð þú póst í nýja netfangið þar sem þú þarft að staðfesta að þú viljir taka á móti pósti frá Canvas. Þú getur síðan stillt hvaða tilkynningar fara í þetta pósthólf með þvi að smella á Reikningur – Tilkynningar.