„Stúdentar hafa almennt verið ánægðir.“

Amalía Björnsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði

Amalía Björnsdóttir, prófessor

„Ég var mjög spennt að taka upp nýtt kerfi við kennslu. Ég hafði notað Moodle, WebCT, Blackboard og eitthvað fleira í kennslu. Ég hef sjálf aldrei notað kennsluumhverfið í Uglu nema til að segja stúdentum að fara inn í annað kennslukerfi.

Ég var einnig tilbúin að breyta námskeiðinu hjá mér vildi þróa það því ákvað ég að nota ekki uppsetninguna sem kom þegar gamla námskeiðið mitt var flutt úr Moodle yfir í Canvas. Rétt er þó að taka fram að litlu hefði þurft að breyta í gamla námskeiðinu eftir flutning. 

Fyrsta upplifun mín af Canvas var ekki nógu góð. Ég fór á námskeið hjá erlendum aðilum sem kynntu þetta fyrir tilraunahópnum í HÍ. Þar sem mér tókst ekki að ná netsambandi og gat illa fylgst með endaði á að sitja á gólfinu í Setbergi sem var eini staðurinn þar sem ég náði sambandi. Ég sá þó að þarna voru ýmis möguleikar á vinnusparnaði sem er eitthvað sem miðaldra kennslukonur eru alltaf hrifnar af.

Ég fór síðan á tvær vinnustofur þar sem ég sat og vann og gat fengið aðstoð. Það reyndist mér mjög vel.

Ég er með nokkuð flókið námskeið í tölfræði og aðferðafræði þar sem meirihluti nemenda eru fjarnemar. Þessu fylgir mikið magn af upptökum bæði úr kennslustundum en aðallega sem ég tek upp utan kennslustunda t.d. kennslumyndbönd þar sem ég kenni á tölfræðiforrit.

Ég vildi líka þar sem ég var í tilraunahópi læra vel á kerfið og prófa sem flest þannig að líklega notaði ég meiri tíma í þetta en ég þurfti. Ég hef líka oft leitað í upplýsingar um kerfið bæði á erlendar og íslenskar síður það gildir jú það sama um kennara og nemendur að oft er fljótlegra að spyrja félaga Google en senda fyrirspurn. Oft hefur reynst mér vel að skipta yfir í ensku á námskeiðsvefnum og leita síðan út frá þeim orðum sem þar eru notuð. Canvas finnst mér vera frekar notendavænt kerfi en kannski ekki sérlega fallegt. Smáforritið (Appið) virkar líka mjög vel og ég nota það oft til að kíkja snöggt inn á námskeiðið eða fyrirspurnum.

Það er ýmislegt í þessu kerfi sem er snilld og ég veit að margt af því var hægt að gera í Moodle en ég náði aldrei almennilegum tökum á því kerfi.
  • SpeedGrader auðveldar mjög yfirferð fljótlegt að hoppa milli verkefna, endurnýta athugasemdir og fleira.
  • Auðvelt er að setja upp verkefni og ákveða hvernig þau gilda til einkunna t.d. ef þú ert með fimm verkefni og þrjú bestu gilda.
  • Umræðuþræðir sem metnir eru til einkunna hefur einnig reynst mér vel og þá er stilli ég þetta þannig að nemendur sjá ekki innlegg samstúdenta fyrr en þeir hafa sett inn sitt innlegg.
  • Það er auðvelt að fá yfirsýn fyrir stúdenta t.d. breytti ég skiladegi á verkefni um daginn og þá uppfærðist skiladagurinn sjálfkrafa í dagatali, í lista yfir verkefni í kennsluáætlun og tengingu sem ég hafði búið til í verkefnið í námseiningu.
  • Ég hef notað prófakerfið í Canvas fyrir vikulega próf úr námsefninu og það hefur gengið vel.

Stúdentar hafa almennt verið ánægðir með kerfið þeir nota margir smáforrit (App) og kunna að vel að meta að auðvelt er að sjá hvað er fram undan í námskeiðinu. Námskeiðið kom óvenju vel út úr miðmisseris kennslukönnun og flestir stúdentar hrósuðu kerfinu og aðeins einn lét í ljós að honum þætti það ómögulegt.

Ég er spennt fyrir því að þróa kennslu mína áfram og nýta Canvas til þess. Ég kenni tölfræði og aðferðafræði og þar gildir að æfingin skapar meistarann. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir mig að hafa kerfið sem auðveldar endurgjöf á verkefni sem verða að vera mörg t.d. er ég námskeiðinu núna með 10 stutt próf auk sex verkefna og lokaprófs. Fyrir stúdenta er mikilvægt að fá góða yfirsýn þegar þeir þurfa stöðugt að vera að skila af sér verkefnum.“