Inspera eða Canvas?

Við Háskóla Íslands eru tvö kerfi sem bjóða upp á rafræn próf, prófakerfið Inspera og námsumsjónarkerfið Canvas. 

Þrátt fyrir að kerfin gegni ólíku hlutverki velta kennarar því eflaust fyrir sér hvort nota skuli Inspera eða Canvas til að leggja fyrir próf. Það er ýmislegt sem skilur á milli þessara kerfa og í þessum lista hér fyrir neðan er leitast við að svara spurningum sem kunna að koma upp varðandi muninn á þeim. 

Kennarar bera ávallt ábyrgð á því að próf sem þeir leggja fyrr sé rétt uppsett og að forsendur þess séu réttar. Það sama á við um rafræn próf og þess vegna mikilvægt að kennara hugi vel að því hvaða prófakerfi þeir ætla að nota og hvort að uppsetning prófs sé rétt, áður en prófið er lagt fyrir. 

Þessari spurningu er ekki hægt að svara nema þekkja forsendur þess prófs sem á að leggja fyrir. Inspera er það kerfi sem prófaskrifstofa Háskóla Íslands styður og mælir með að sé notað, sérstaklega í lokaprófum.

Bæði kerfin bjóða upp á algengustu spurningagerðir og ýmsa möguleika í uppsetningu. Þau hafa bæði sína kosti og galla, en það sem ætti að vega þungt í vali kennara er öryggið sem kerfin bjóða upp á meðan á próftöku stendur.

Megin munurinn liggur í því að Inspera býður upp á læst umhverfi, yfirferð er alltaf nafnlaus og það er meira öryggi fyrir nemendur ef netsamband rofnar meðan á prófi stendur. Inspera sækir líka upplýsingar um sérrúrræði eins og lengri próftíma í Uglu. Að auki eru fleiri aðgerðir sem hægt er að gera til þess að bregðast við ýmsu sem getur komið upp á meðan á prófi stendur í Inspera.

Canvas er öllu óformlegra kerfi og það getur reynst snúið (jafnvel ómögulegt) að bregðast við villum í uppsetningu prófs (tímasetningar, lengri próftími, netsamband rofnar) eftir að próf er hafið. 

Það er því mælt með því að öll prófum þar sem mikið er undir (e. high stakes) séu lögð fyrir í Inspera. Minni próf og æfingapróf er hægt að leggja fyrir í Canvas.

Canvas: Nei. Kennari þarf að stilla lengri próftíma fyrir nemendur sem hafa samning um slíkt. Kennari þarf að huga sérstaklega vel að því að úthlutunartími prófsins innihaldi próftíma allra nemenda, líka þeirra sem eiga rétt á lengri próftíma. 

Inspera: Já. Nemendur sem eru með skilgreindan lengri próftíma í Uglu fá sjálfkrafa úthlutað lengri próftíma í Inspera prófi.

Canvas: Nei.

Inspera: Já.

Canvas: Svo virðist sem nemandi geti haldið áfram að svara prófi í Canvas þótt netsamband rofni og að svörin vistist svo í Canvas þegar netsamband kemst á aftur, ef það gerist áður en próftíma lýkur. Ef nemandi er án netsambands þegar próftíma lýkur er hætta á að hann tapi svörum.

Inspera: Mikið öryggi er í vistun prófúrlausna, jafnvel þótt nettenging bregðist. Á þetta við bæði í lokuðu og opnu umhverfi. Takist nemandanum að komast inn í prófið, sér Inspera um vista öll svör og hægt að skila þeim inn næst þegar netsamband kemst á.

Canvas: Kennarar nota Canvas próf á eigin forsendum og þurfa að kynna sér upplýsingar og fræðsluefni sem enn er að mestu leyti á ensku og er aðgengilegt hér fyrir nýja prófakerfið: Skoða leiðbeiningar og hér fyrir það gamla: Skoða leiðbeiningar.

Inspera: Prófaskrifstofa býður kennurum upp á stuðning við uppsetningu prófa í Inspera. Mikið er til af efni sem starfsmenn skrifstofunnar hafa búið til og kennarar sem vilja byrja að setja upp prófin sín eru hvattir til að skoða leiðbeiningarnar hér: Leiðbeiningar um Inspera.

Prófaskrifstofa hefur einnig sett upp gátlista fyrir kennara sem styður þá í að setja prófið rétt upp og tryggja að allt sé rétt upp sett. Gátlisti fyrir Inspera próf.

Kennarar geta svo sent póst á profstjori@hi.is og óskað eftir sértækari hjálp við uppsetningu prófa, en það er mjög mikilvægt að gera það tímanlega. 

Canvas: Á meðan á prófi stendur er stuðningur við notendur takmarkaður og starfsmenn hafa takmarkaðan aðgang að prófi sem er komið í gang.

Inspera: Á meðan á prófi stendur hafa starfsmenn prófaskrifstofu yfirlit yfir allar próftökur sem eru í gangi og geta aðstoðað þá sem lenda í vandræðum við framkvæmd prófs. Öll virkni nemenda í prófum er skráð og rekjanleg.

Það er þó mikilvægt hafa í huga að kennari ber alltaf ábyrgð á innihaldi prófsins

Reynslan sýnir að ýmislegt getur komið upp á í próftöku s.s. tæknilegir örðugleikar eða að ekki var gert ráð fyrir lengri próftíma fyrir sérúrræðanema. Í slíkum tilfellum reynist nauðsynlegt að framlengja próftíma í miðri próftöku.
 
Þetta er ekki mögulegt í Canvas en einfalt mál í Inspera.

Canvas: Já, það er hægt. Kennari þarf að stilla nafnleysið sjálfur og getur kveikt og slökkt á nafnleysinu í yfirferðinni í gegnum SpeedGrader. 

Inspera: Já, nafnlaus yfirferð er alltaf notuð og byggir alfarið á einkvæðum nemendanúmerum þannig að kennari sér ekki hvaða úrlausnir er verið að fara yfir. Kennari sér einkunnir nemenda úr prófi eftir að einkunn er flutt úr Inspera í einkunnabók Canvas.