Þarfir notenda í fyrirrúmi
Alveg frá því að ákvörðun var tekin um að innleiða nýtt námsumsjónarkerfi í Háskóla Íslands hefur verið lögð rík áhersla á að þarfir notenda séu í forgrunni. Í stóru samfélagi eins og Háskóla Íslands eru þarfir kennara og nemenda ólíkar og gríðarlega mikilvægt að hlusta á þær og skilgreina ítarlega áður en kerfi er valið.
Faghópur um námsumsjónarkerfi
Í júní 2018 var settur á fót faghópur um námsumsjónarkerfi sem hafði það verkefni að skilgreina þær þarfir sem slíkt kerfi þarf að uppfylla. Umsjón með þeirri vinnu höfðu Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið. Í hópnum sátu fulltrúar frá öllum fræðasviðum, fulltrúi nemenda, félags prófessora og sameiginlegrar stjórnsýslu.
Ábyrgð verkefnis:
- Guðmundur H Kjærnested, Upplýsingatæknisviði
- Róbert H. Haraldsson, Kennslusviði
- Margrét Sigrún Sigurðardóttir, Félagsvísindasviði
- Áslaug Björk Eggertsdóttir, Menntavísindasviði
- Matthew James Whelpton, Hugvísindasviði
- Ásta Bryndís Schram, Heilbrigðisvísindasviði
- Sigdís Ágústsdóttir, Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Fulltrúi félags prófessora:
- Sigurður Konráðsson, Menntavísindasviði
- Jónas Már Torfason, stúdentaráð Háskóla Íslands
- Hreinn Pálsson, Kennslusviði
- Kristbjörg Olsen, Kennslusviði
Starfsmenn faghóps:
- Baldur Eiríksson, Upplýsingatæknisviði
- Páll Ásgeir Torfason, Kennslusviði
- Ragnar Stefán Ragnarsson, Upplýsingatæknisviði
Útboðsferli
Á grunni kröfulýsingar var farið í alþjóðlegt útboð. Tvö kerfi uppfylltu kröfur Háskóla Íslands og voru sambærileg varðandi virkni og kostnað.
Notendaprófanir
Til þess að skera endanlega úr um það hvaða kerfi skyldi valið fóru fram nothæfiprófanir þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk gáfu kerfinu einkunn. Niðurstaða notendaprófa réð úrslitum og Canvas varð fyrir valinu.
Það er því óhætt að segja að þetta langa valferli sem nú hefur staðið yfir í rúmt ár hafi skilað kerfi sem uppfyllir þarfir notenda.
