Allir kennarar í prófunarhópi hafa aðgang að leiðbeiningum fyrir Canvas í gegnum námskeið sem heitir “Kennarar – Leiðbeiningar” í Canvas.
Aðrir kennarar finna almennar upplýsingar um innleiðingaráætlunina hér.
Við höfum fengið ýmsar spurningar frá kennurum varðandi innleiðinguna. Nemendur eru hvattir til þess að senda okkur spurningar á netfangið help@hi.is.
Já. Þú munt geta flutt flest skjöl og sum önnur gögn milli kerfa. Innleiðingarteymi HÍ vinnur að því að þróa flutning gagna milli Moolde og Canvas. Námskeið í Moodle munu ekki birtast óbreytt í Canvas en Kennslusvið mun aðstoða við þann flutning þegar þar að kemur.
Já. Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið munu aðstoða notendur við að fóta sig í nýja kerfinu. Boðið verður upp á vefnámskeið, námskeið á staðnum, leiðbeiningavef, þjónustuborð og fleira.
Nei. Kennarar munu geta kennt námskeiðin sín áfram eins og þeir hafa gert. Innleiðing kerfisins býður hins vegar upp á einstakt tækifæri til að ígrunda og endurhanna kennsluna.
Já. Allir kennarar geta fengið stuðning við námshönnun hjá Kennslusviði.
Canvas leysir af hólmi tvö kerfi, kennsluvef Uglu og Moodle. Áfram munu kennarar geta notað önnur kerfi eins og Inspera, Turnitin Feedback Studio og Panopto sem vinna vel með Canvas.
Að hluta til. Uglan verður áfram umsýslukerfi Háskóla Íslands en Canvas heldur utan um nám og kennslu.
Innleiðing Canvas í Háskóla Íslands er eins árs verkefni. Mikilvægt er að þekkja lykildagsetningar innleiðingarinnar.
Samningur um Canvas undirritaður
Prófunarhópur byrjar að nota kerfið Hópur kennara (e. pilot) fær aðgang að kerfinu til þess að stilla upp námskeiðum fyrir vormisseri 2020.
Kennsla prófunarnámskeiða hefst Kerfið er opið fyrir nemendur sem eru skráðir í námskeið hjá kennurum í prófunarhópi.
Kerfið opnað fyrir alla kennara Allir kennarar við Háskóla Íslands komast inn í kerfið til þess að byrja að stilla upp námskeiðum á haustmisseri 2020.
Canvas verður námsumsjónarkerfi HÍ Kennsluvefir Uglu og Moodle lagðir af og öll námskeið kennd í gegnum Canvas.
Innleiðingarteymi Canvas tekur við athugasemdum og spurningum og leggur sig fram við að svara erindum væntanlegra notenda eins fljótt og auðið er.