:: English version ::
Áður en gengið er frá lokeinkunn úr Canvas yfir í Uglu þarf að tryggja að nokkur atriði séu rétt:
1. Stilla verkefni sem ekki gilda til lokaeinkunnar
Ef verkefni í einkunnabók á ekki að gilda til lokaeinkunnar er mikilvægt að merkja við það í stillingum verkefnis.

2. Skrá einkunnina 0 ef vanskilaverkefni á að draga einkunn niður
Ef nemandi átti að skila verkefni en gerði það ekki og á að fá 0 fyrir það verkefni þarf að skrá það í einkunnabókina.
Hægt er að gera það fyrir öll verkefni í einu með því að opna einkunnabókina, smella á tannhjólið lengst til hægri og stilla vanskilastefnu þannig að einkunnahlutfallið fyrir vanskil sé 0%:
3. Skrá “Undanþegið” ef nemandi mátti sleppa því að skila verkefni.
Ef skil á verkefni voru valkvæð og nemandi mátti sleppa því að skila þarf að merkja það rétt í einkunnabókinni eins og sýnt er í þessu myndbandi: