Canvas í stuttu máli

Námsumsjónarkerfið Canvas er fjölbreytt og öflugt verkfæri. Öll uppbygging þess er einföld og notendavæn. Á meðfylgjandi myndum sést að valmyndir eru skýrar og uppbygging kennsluvefja er einföld og notendavæn. 

Eftir innskráningu sérðu valmynd lengst til vinstri. Frá þessari valmynd ferðast þú um Canvas.

Reikningur geymir allar upplýsingar um þig sem notanda í kerfinu. Hér getur þú haldið utan um allar upplýsingar sem aðrir notendur sjá, stillt tungumál kerfisins, skoðað allar tilkynningar úr kerfinu og skráð þig út að notkun lokinni.

Skjáborð er svæði sem birtir þau námskeið sem þú tilheyrir, verkefni sem þú þarft að leysa og mikilvægar dagsetningar.

Námskeið er listi yfir öll námskeið sem þú hefur skráð þig í. Þaðan getur þú stillt hvaða námskeið eru sýnileg á skjáborðinu í Canvas.

Dagatal birtir dagsetningar á verkefnaskilum, prófum og öðrum viðburðum úr öllum námskeiðum og hópum sem þú tilheyrir.

Innhólfið heldur utan um samskipti við aðra notendur sem tilheyra sömu námskeiðum og þú. 

Hjálp býður notanda upp á að leita í leiðbeiningum, tilkynna vandamál ef kerfið virkar ekki, senda fyrirspurnir og leggja til breytingar á kerfinu.

Leiðarkerfi námskeiðs leiðir þig inn á allt það efni og þau verkfæri sem sett hafa verið upp fyrir námskeiðið. Kennari getur stillt útlit og virkni allra þessara síðna. Aðeins þær sem eru virkjaðar birtast með dökku letri, en aðrar með gráu. 

Heim vísar á forsíðu námskeiðsins. Þar getur kennari stillt hvaða viðmót tekur á móti nemandanum og raðað því í tímaröð, eftir efnisflokkum eða á þann hátt sem hentar náminu best.

Tilkynningar sem varða námskeiðið er hægt að sjá á einum stað.

Kennsluáætlun kennara er aðgengileg á sérsíðu. Kennari getur birt hana sem vefsíðu eða PDF skjal.

Verkefni heldur utan um öll verkefni sem búið er að setja fyrir í námskeiðinu. Kennari hefur mikið val um það hvernig verkefni eru uppsett, hvernig þeim er skilað og hvernig námsmati er háttað. 

Umræður innan námskeiðs geta verið um hvaðeina sem tengist námskeiðinu. 

Síður sem kennari setur upp geta innihaldið leiðbeiningar, tengla á lesefni, myndbönd eða hljóðskrár sem eru mikilvæg fyrir nám nemenda. 

Einkunnir vísar á einkunnabók námskeiðsins. 

Fólk vísar á upplýsingar um nemendur og kennara sem tengjast námskeiði. 

Að auki getur kennari stillt kennsluvef námskeiðs þannig að hann birti hæfniviðmið, hann getur skipt nemendum í hópa, lagt fyrir próf, haldið námsfundi og ráðstefnur.