Canvas á tímum Covid-19

English version here

Grunnþjálfun í Canvas

Námsumsjónarkerfið Canvas verður tekið í notkun haustið 2020. Nú hafa rúmlega 800 kennarar kynnt sér kerfið á grunnnámskeiðum og margir þeirra að setja upp námskeiðin sín þessa dagana. 

Fyrir þá sem þurfa að rifja upp eða læra frá grunni eru fjarnámskeið og námskeið í Setbergi í boði ásamt vinnustofum fyrir þá sem hafa lokið grunnþjálfun. 

Veldu þína grunnþjálfun hér:

Þú getur einnig lært á Canvas á eigin hraða með því að fara í gegnum röð af myndböndum sem eru aðgengileg hér: https://haskoliislands.instructure.com/courses/348

Við hjálpum þér að flytja

Þegar þú hefur lokið grunnþjálfun í Canvas getur þú tekið þátt í vinnustofum í Setbergi, á netinu eða á þínu fræðasviði. 

Í vinnustofu getur þú unnið að uppsetningu á námskeiðum sem þú kennir og fengið góð ráð frá Canvas ráðgjöfum eða öðrum kennurum í vinnustofunni.