Birting námskeiða í Canvas

Er námskeiðið þitt birt?

Í Canvas eru námskeið ekki birt sjálfkrafa. Kennari getur unnið í námskeiðinu, sett inn efni, stillt því upp og þegar hann er tilbúinn birtir hann námskeiðið.

ATHUGIÐ: Tilkynningar berast ekki nemendum nema námskeiðið sé birt!

Á meðan námskeið er falið fá nemendur skilaboð um að námskeiðið sé „Ekki enn tiltækt.“ Til þess að gera efni námskeiðs tiltækt smellir þú á „Birta“ hægra megin á forsíðu hvers námskeiðs: Þá breytist staða námskeiðsins og hnapparnir líta svona út: Þar með hafa nemendur aðgang að öllu sem þú hefur gert sýnilegt í námskeiðinu.

Einnig er hægt að birta námskeið með því að fara á Skjáborðið. Þar er námskeiðum skipt í „Birt námskeið“ og „Falin námskeið“. Með því að smella á „Birta“ á skjáborði gerir þú námskeiðið aðgengilegt nemendum:

Þú getur áfram falið ákveðna námsþætti, einingar, síður og verkefni fyrir nemendum þótt námskeiðið sé birt.

Sjá skýringarmyndband

Við flest atriði sem þú stofnar í Canvas er tákn sem stjórnar aðgangi. Ef það er grænn hringur við atriðið er það sýnilegt nemendum, ef hringurinn er grár með striki yfir er atriðið falið fyrir nemendum.

Hér er efri einingin sýnileg nemendum en sú neðri, þessi með grá hringnum er falin fyrir nemendum.

Sama gildir um atriði innan eininga.

Hér eru atriðin með græna hakinu aðgengileg nemendum, en atriðið „Nýr ritill“ er ósýnilegt nemendum.