HÍ netfangið er alltaf aðalnetfangið í Canvas og þú notar það til þess að skrá þig inn. En þú getur bætt við aukanetfangi og þá færðu tölvupósta frá kerfinu einnig sendan á það netfang.
Til þess að bæta við netfangi smellir þú á „Reikningur“ og „Stillingar“

og lengst til hægri á skjánum sérðu netfangið þitt undir „Sambandsleiðir“ og þar getur þú bætt við aukanetfangi:

Síðan færð þú póst í nýja netfangið þar sem þú þarft að staðfesta að þú viljir taka á móti pósti frá Canvas. Þú getur síðan stillt hvaða tilkynningar fara í þetta pósthólf með þvi að smella á Reikningur – Tilkynningar.