Stjórnsýsla og starfsmenn

Stjórnsýsla

Skýrt vinnulag

Innleiðing nýs námsumsjónarkerfis er stórt og krefjandi verkefni. Til þess að halda utan um alla anga þess þarf gott skipulag og skýra stjórnsýslu í kringum verkefnið. 

Allar mikilvægar ákvarðanir um framvindu verkefnisins eru teknar af stýrihópi þar sem sviðstjórar Kennslusviðs og Upplýsingatæknisviðs sitja, ásamt fulltrúa notanda. Lögð er rík áhersla á að hlusta eftir röddum notenda kerfisins og nýta yfirstandandi skólaár til þess að aðlaga kerfið enn betur að þörfum þeirra. 

Verkefnisstjórn

Verkefnistjórn tryggir að innleiðing sé í samræmi við ákvarðanir stýrihóps og heldur utan um alla þræði verkefnisins

Framkvæmd
Til þess að sinna þeim verkefnum sem fylgja innleiðingu af þessari stærðargráðu eru nokkrir starfsmenn sem koma frá Kennslusviði og Upplýsingatæknisviði. Verkefni þeirra er að tryggja að innleiðing Canvas í Háskóla Íslands verði farsæl.
 
Stjórnsýsla innleiðingar

Yfirstjórn verkefnis
Jón Atli Benediktsson, rektor

Stýrihópur
Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri Kennslusviðs
Guðmundur Kjærnested, sviðstjóri Upplýsingatæknisviðs
Elsa Eiríksdóttir, dósent á Menntavísindasviði, fulltrúi notenda

Verkefnastjórn
Páll Ásgeir Torfason, Kennslusviði
Baldur Eiríksson, Upplýsingatæknisviði

Útfærsla
Tryggvi Már Gunnarsson, Kennslusviði
Kristbjörg Olsen, Kennslusvið
Ragnar Stefán Ragnarsson, Upplýsingatæknisvið
Ari Bjarnason, Upplýsingatæknisvið