Misserisskipti og Canvas

Nú líður að misserisskiptum í Háskóla Íslands. Þá er eðlilegt að það vakni spurningar um Canvas. Hér er farið yfir nokkur mikilvæg atriði.

 

Frágangur námskeiða haustmisseris:

Í Canvas er öflug einkunnabók sem kennarar geta nýtt sér. Þar eru nokkur atriði sem kennarar þurfa að kynna sér vel:

Vinnustofa um verkefni, vægi og punkta er miðvikudaginn 9. desember kl. 14.00. Skráning er hér: https://ugla.hi.is/vidburdir/SkodaVidburd.php?sid=1448&vidburdur_id=5353

 Nemendur geta prófað einkunnir

Á einkunnayfirliti nemenda í Canvas er boðið upp á þann möguleika að „prófa aðra einkunn“. Það þýðir að þeir geta sett inn einkunn fyrir verkefni og séð hvaða áhrif það myndi hafa á lokaeinkunn. Þannig getur hann t.d. séð að hann verði að fá 9 á lokaprófi til að halda sér í lokaeinkunn yfir 8 í námskeiði. 

Þetta er virkni sem er ekki hægt að slökkva á í Canvas, en að sjálfsögðu geta nemendur ekki breytt þeirri einkunn sem kennari hefur skráð. Þessar tilraunir nemanda hafa sem sagt ekki áhrif á raunverulegu einkunnirnar í einkunnabókinni.

 


 

Hvað verður um námskeiðin af haustmisseri?

Eftir að misseri lýkur hverfa námskeið þess af skjáborðinu í Canvas. Þau verða áfram aðgengileg í Canvas og kennarar geta fundið þau með því að smella á „Námskeið“ og þaðan á „Öll námskeið“. Í þeim lista sem er þar má finna „Fyrri innritanir“ og þar eru námskeiðin aðgengileg.

Nemendur munu áfram hafa aðgang að námskeiðsvefjum, en eingöngu til að skoða þá.

 


 

Undirbúningur og uppsetning námskeiða fyrir vormisserið 

Flestir kennarar byggja nú á reynslu sinni af Canvas á haustmisseri við uppsetningu námskeiða vormisseris. Til upprifjunar má benda á að allar leiðbeiningar fyrir kennara eru aðgengilegar hér: https://haskoliislands.instructure.com/courses/114 

Okkur langar sérstaklega að benda kennurum á nýlegar leiðbeiningar um matskvarða og jafningjamat.

Þeir sem eru að hefja kennslu nú á vormisseri geta farið í gegnum grunnþjálfun í Canvas á eigin hraða hér: https://haskoliislands.instructure.com/courses/348 .

Að auki verður grunnþjálfun í boði í fjarnámskeiði föstudaginn 11. desember kl. 10-12. Skráning er nauðsynleg í Uglu: https://ugla.hi.is/vidburdir/SkraVidburd.php?copy_id=5289

Ef kennarar þurfa að flytja gögn úr Uglu í Canvas er það útskýrt hér: https://haskoliislands.instructure.com/courses/114/pages/skraarsafn-namskeids-i-uglu-flutt-i-canvas

Munið að birta námskeiðið áður en tilkynningar eru sendar til nemenda. Sjá: http://canvas.hi.is/birting-namskeida-i-canvas/