Lærðu á Canvas í sumar

Í júlímánuði geta kennarar kynnt sér nýja námsumsjónarkerfið í sjálfstæðu fjarnámi:

Þeir sem hafa lokið grunnþjálfun og eru byrjaðir að setja upp námskeið og þurfa aðstoð geta skoðað grunnnámskeiðið og myndböndin þar til þess að rifja upp helstu aðgerðir í kerfinu. Þeir geta einnig notað leiðbeiningar sem hafa verið settar upp:

Kennslusvið setur grunnþjálfun og vinnustofur aftur af stað eftir verslunarmannahelgi. Boðið verður upp á vikuleg námskeið með fjarfundaformi og opnar vinnustofur í Setbergi á mánudögum og föstudögum kl. 13-16 þar sem kennarar geta fengið ráðgjöf og aðstoð við uppsetningu námskeiða. 

Fyrir alla þá sem eru stíga sín fyrstu skref í Canvas er nú hægt að nálgast leiðbeiningar fyrir mjög einfalda uppsetningu þar sem kennarar geta sett inn námsefni, verkefni og tilkynningar. 

Þjálfun hefst af fullum krafti aftur í ágúst, en þeir kennarar sem ekki hafa þegar komið á grunnnámskeið hjá okkur eru hvattir til þess að kynna sér það efni sem boðið er upp á hér.