Kennarinn
Námsumsjónarkerfi er hugbúnaður þar sem stofnaður er kennsluvefur fyrir hvert námskeið. Kennsluvefnum tilheyra ýmis konar verkfæri sem styðja við starf kennarans:
- Sjá skráða nemendur og framvindu þeirra.
- Deila námsgögnum.
- Senda nemendum tilkynningar.
- Setja upp viðfangsefni, svo sem verkefni og próf.
- Stjórna hópaskiptingu nemenda.
- Halda utan um námsmat.
Nemandinn
Frá sjónarhóli nemenda er kennsluvefur námskeiðs ákaflega mikilvægt tæki í námi því hann heldur utan um námsferlið í námskeiðinu. Þar getur nemandinn haft yfirsýn yfir:
- námsgögn og leslista.
- skiladaga á verkefnum.
- tilkynningar frá kennara.
- námsmat og einkunnir fyrir verkefni.
Að auki getur nemandi haft samskipti við kennara og aðra nemendur, unnið í hópum, metið verkefni annarra nemenda og tekið þátt í umræðum um námsefnið.
Út frá kennslufræðilegum sjónarmiðum á kennsluvefur að endurspegla kennsluáætlun og skipulag kennslu. Það á jafnt við um staðbundið nám og fjarnám.
