Mánudaginn 16. september síðastliðinn var samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og Instructure um innleiðingu námsumsjónarkerfisins Canvas formlega undirritaður.

Í framhaldi af undirrituninni hófst þriggja daga vinnulota þar sem innleiðingarteymi HÍ vann með starfsfólki Canvas. Unnið var að ýmsum tæknilegum útfærslum og smáatriði innleiðingaráætlunar fínpússuð.

Næstu verkefni innleiðingarteymisins eru meðal annars að:

  • velja prófunarhóp fyrir kerfið
  • ljúka við gerð fræðsluáætlunar fyrir prófunarhóp
  • klára tengingar milli Canvas og Uglu

Megináhersla er lögð á notendavæna upplifun og að Canvas standi undir væntingum um að vera miðpunktur náms og kennslu á vefnum, líkt og fram hefur komið í óskum nemenda og kennara.

  • Share: