Fræðsluáætlun

Skýringarmynd af fræðsluáætlun.

Fræðsla til notenda verður hönnuð og sett upp í samstarfi Kennslusviðs og Instructure, framleiðanda kerfisins undir yfirumsjón verkefnastjórnar og stýrihóps. Horft verður til reynslu annarra háskóla af fræðslu fyrir kennara, ásamt því að reynslan af prófunarhópi verður nýtt til þess að gera námskeiðin skilvirk og þannig að þau þjóni kennurum Háskóla Íslands sem best. 

Öll námskeið verða bæði í boði sem fjarnámskeið, kennd inni í Canvas kerfinu, og sem staðbundin námskeið á vegum Kennslusviðs. Tímasetningar námskeiða verða auglýstar síðar.

Grunnur er byrjendanámskeið í Canvas. Þegar kennari kemur að kerfinu í fyrsta sinn og opnar námskeiðin sín verða þau sett upp með ákveðnu grunnsniðmáti (e. template). Á námskeiðinu verður farið í það hvernig sniðmátið virkar, hvar skjöl eru sett inn úr Uglu, hvernig kennsluáætlun er sett upp og svo framvegis. 

Virkni er námskeið þar sem farið er ítarlegar í þau verkfæri sem kennurum standa til boða í Canvas. Lögð verður aðaláhersla á að hagnýta verkfærin til þess að virkja nemendur í námi:

  • Umræður
  • Próf
  • Fjölbreytt verkefnaskil
  • Hópavinna

Kerfi er námskeið þar sem kennarar læra að hagnýta önnur kennslukerfi Háskóla Íslands innan Canvas, meðal annars prófakerfið Inspera, Turnitin Feedback Studio og Panopto. 

Farsæl innleiðing á Canvas byggir á því að allir nái grunntökum á notkun kerfisins og síðan geta kennarar byggt ofan á þann grunn eftir þörfum.