Algengar spurningar kennara

Undirbúningur og uppsetning

Þú þarft að læra á Canvas. Yfirlit yfir þjálfun og stuðning sem er í boði má nálgast hér

Að auki er hægt að nálgast leiðbeiningar og kennsluefni á netinu.

Að lokinni grunnþjálfun þarftu að setja námskeiðin sem þú kennir á haustmisseri 2020 upp í Canvas. Þú munt fá aðstoð við það í vinnustofum sem eru haldnar reglulega. 

Leiðbeiningar um notkun Canvas má nálgast hér. 

Til þess að opna kennsluvef námskeiðs og byrja að vinna í honum smellir þú einfaldlega á nafn námskeiðsins í Uglu og þá færist þú yfir á kennsluvefinn í Canvas.

Til að byrja með er eðlilegt að þú sjáir enga nemendur í námskeiðinu þínu, en þeir fá aðgang að kerfinu þegar nær dregur kennslu.

Þú getur líka smellt hér til að opna Canvas og þá sérð þú námskeiðin þín á skjáborðinu í Canvas. 

Það fer að sjálfsögðu talsvert eftir því hvernig þú byggir námskeiðið þitt upp. Í bæklingi sem þú getur nálgast hér er farið yfir nokkur grunnatriði kennsluvefs og hvernig þeim er stillt upp. Smelltu á myndina til að sækja bæklinginn á PDF formi.