Algengar spurningar kennara

Frágangur námskeiðs og misserisskipti

Þegar búið er að stilla af vægi verkefna í Canvas (sjá leiðbeiningar) eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Aðalatriðið er að skilja ekki eftir nein auð hólf í einkunnabókinni, bæði til þess að tryggja réttan útreikning og til þess að nemendur fái réttar upplýsingar um námsmatið í námskeiðinu. 

Allar leiðbeiningar um frágang lokaeinkunna er að finna hér: Frágangur einkunnabókar fyrir lokaeinkunn

Skráning lokaeinkunna í námskeiðum fer fram í Uglu eins og áður. Búið er að bæta við þeim möguleika að sækja lokaeinkunn úr Canvas. 

Þegar smellt er á að sækja og uppfæra allar einkunnir sækir Ugla lokaeinkunn úr einkunnabók. 

Ef Ugla greinir villu í einkunnabókinni, t.d. að þar séu tóm hólf sem geta haft áhrif á útreikning lokaeinkunnar, fær kennari viðvörun og þá þarf að skoða einkunnabókina og tryggja að búið sé að ganga rétt frá henni:

Þá getur kennari kynnt sér leiðbeiningar um frágang lokaeinkunnar hér: Frágangur einkunnabókar fyrir lokaeinkunn

Fjallað er sérstaklega um skráningu lokaeinkunna hér: https://haskoliislands.instructure.com/courses/114/pages/um-fjora-valmoguleika-vid-skraningu-lokaeinkunnar-i-uglu# 

Þegar haustmisseri er lokið ættu námskeið þess að hverfa af skjáborði kennara. Til þess að finna þau aftur er hægt að smella á Námskeið í valmyndinni lengst til vinstri, smelltu svo á Öll námskeið.

Þá kemur listi yfir öll námskeiðin þín og með því að skruna niður þessa síðu finnir þú eldri námskeið undir fyrirsögninni Fyrri innritanir.

 

Undirbúningur og uppsetning

Þú þarft að læra á Canvas. Yfirlit yfir þjálfun og stuðning sem er í boði má nálgast hér

Að auki er hægt að nálgast leiðbeiningar og kennsluefni á netinu.

Að lokinni grunnþjálfun þarftu að setja námskeiðin sem þú kennir á haustmisseri 2020 upp í Canvas. Þú munt fá aðstoð við það í vinnustofum sem eru haldnar reglulega. 

Leiðbeiningar um notkun Canvas má nálgast hér. 

Til þess að opna kennsluvef námskeiðs og byrja að vinna í honum smellir þú einfaldlega á nafn námskeiðsins í Uglu og þá færist þú yfir á kennsluvefinn í Canvas.

Til að byrja með er eðlilegt að þú sjáir enga nemendur í námskeiðinu þínu, en þeir fá aðgang að kerfinu þegar nær dregur kennslu.

Þú getur líka smellt hér til að opna Canvas og þá sérð þú námskeiðin þín á skjáborðinu í Canvas. 

Það fer að sjálfsögðu talsvert eftir því hvernig þú byggir námskeiðið þitt upp. Í bæklingi sem þú getur nálgast hér er farið yfir nokkur grunnatriði kennsluvefs og hvernig þeim er stillt upp. Smelltu á myndina til að sækja bæklinginn á PDF formi.