Margir nemendur eru að kynnast Canvas í fyrsta sinn.
Við höfum safnað saman algengustu spurningum frá nemendum og svörum við þeim.
Hægt er að nálgast upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur uppsetningu námskeiða, tengingu við fjarfundi, upptökur og fleira.
Nemendur geta nálgast hér yfirlitsmyndband þar sem það allra helsta í Canvas er kynnt.
Á vormisseri 2020 fóru fram ítarlegar prófanir á kerfinu þar sem rúmlega 60 kennarar og 2.300 nemendur prófuðu kerfið.
Ég bara finn það á mínum nemendum að þeir eru mjög ánægðir með kerfið og mér finnst það líka þægilegt og auðvelt í notkun“
Það er ýmislegt í þessu kerfi sem er snilld. Endurgjafarkerfið SpeedGrader auðveldar mjög yfirferð, það er fljótlegt að hoppa milli verkefna, endurnýta athugasemdir og fleira.
Ég er viss um að allir kennarar geta fundið leið til þess að láta Canvas hjálpa til við kennslu og skipulag. Sem er það sem námsumsjónarkerfi á að gera.
Við innleiðingu á nýju kerfi vakna margar spurningar og áhyggjur af breytingum eru eðlilegar. Hér eru svör við algengustu spurningum sem við höfum fengið frá kennurum:
Þú þarft að læra á Canvas. Þjálfun í kerfinu fer bæði fram í Setbergi og á netinu.
Ef þú vilt læra á Canvas á eigin hraða á netinu geturðu gert það hér: https://haskoliislands.instructure.com/courses/348
Að lokinni grunnþjálfun þarftu að setja námskeiðin sem þú kennari á haustmisseri 2020 upp í Canvas. Þú munt fá aðstoð við það í vinnustofum sem eru í boði í Setbergi alla mánudaga og föstudaga kl. 13-16 frá byrjun ágúst. Athugið að skrá þarf þátttöku í vinnustofum í Uglu.
Til þess að opna kennsluvef námskeiðs og byrja að vinna í honum smellir þú einfaldlega á nafn námskeiðsins í Uglu og þá færist þú yfir á kennsluvefinn í Canvas.
Til að byrja með er eðlilegt að þú sjáir enga nemendur í námskeiðinu þínu, en þeir fá aðgang að kerfinu þegar nær dregur kennslu.
Þú getur líka smellt á hnappinn hér fyrir neðan og opnað Canvas þannig.
Margir kennarar vilja hefja kennslu á því að senda nemendum tilkynningu. Það er gert í Canvas og á grunnþjálfunarnámskeiði kennum við þér að búa þær til.
Athugið að ef þið viljið senda tilkynningar til nemenda áður en kennsla hefst þurfið þið að birta námskeiðið til þess að nemendur fái tilkynninguna.
Þú munt geta flutt flest skjöl og sum önnur gögn milli kerfa. Flutningur gagna úr Uglu í Canvas er nokkuð einfaldur. Sjá leiðbeiningar hér.
Námskeið úr Moodle er hægt að flytja yfir í Canvas en þau munu ekki birtast óbreytt í Canvas. Kennarar þurfa að yfirfara kennsluvefina sína eftir flutning.
Gögn úr námskeiðum sem kennd voru á haustmisseri 2019 hafa verið flutt yfir í Canvas Hægt er að óska eftir aðstoð við flutning eldri gagna með því að senda póst á help@hi.is.
Ef þú lendir í vandræðum með Canvas, sendu þá ósk um aðstoð á netfangið help@hi.is og við svörum eins fljótt og auðið er.