Grunnþjálfun

Í júlí er hægt að læra á Canvas í sjálfstæðu netnámi. 

Námskeið fara af stað aftur eftir verslunarmannahelgi. 

Við hjálpum þér að flytja

Opnar vinnustofur í Setbergi byrja aftur alla mánudaga og föstudaga kl. 13-16 eftir verslunarmannahelgi.

 

Dýrmæt reynsla

Á vormisseri 2020 hafa verið kennd 60 námskeið í  Háskóla Íslands.

Þar hefur orðið til mjög dýrmæt reynsla af notkunarmöguleikunum.

Canvas í Háskóla Íslands

Á vormisseri 2020 fóru fram ítarlegar prófanir á kerfinu þar sem rúmlega 60 kennarar og 2.300 nemendur prófuðu kerfið. 

Algengar spurningar

Við innleiðingu á nýju kerfi vakna margar spurningar og áhyggjur af breytingum eru eðlilegar. Hér eru svör við algengustu spurningum sem við höfum fengið frá kennurum:

Hvað þarf ég að gera?

Þú þarft að læra á Canvas. Þjálfun í kerfinu fer bæði fram í Setbergi og á netinu.

Ef þú vilt læra á Canvas á eigin hraða á netinu geturðu gert það hér:  https://haskoliislands.instructure.com/courses/348

Að lokinni grunnþjálfun þarftu að setja námskeiðin sem þú kennari á haustmisseri 2020 upp í Canvas. Þú munt fá aðstoð við það í vinnustofum sem eru í boði í Setbergi alla mánudaga og föstudaga kl. 13-16 frá byrjun ágúst.


Hvernig opna ég námskeiðið mitt í Canvas?

Kennsluvefir þeirra námskeiða sem þú kenniar á haustmisseri 2020 verður aðgengilegir frá 15. mars.

Til þess að opna kennsluvef námskeiðs og byrja að vinna í honum smellir þú einfaldlega á nafn námskeiðsins í Uglu og þá færist þú yfir á kennsluvefinn í Canvas.

Til að byrja með er eðlilegt að þú sjáir enga nemendur í námskeiðinu þínu, en þeir fá aðgang að kerfinu þegar nær dregur kennslu.

Þarf ég að breyta námskeiðunum mínum?

Kennarar munu geta kennt námskeiðin sín áfram eins og þeir hafa gert. Það er eingöngu rafrænt umhveri þeirra sem breytist.

Kennari getur notað Canvas á mjög einfaldan hátt, eða nýtt fleiri möguleika kerfisins, allt ef því hvað hentar hverju sinni.

Innleiðing kerfisins býður hins vegar upp á tækifæri til að ígrunda og endurhanna kennsluna.

Get ég flutt námskeiðsgögn úr Uglu og Moodle í Canvas?

Þú munt geta flutt flest skjöl og sum önnur gögn milli kerfa. Flutningur gagna úr Uglu í Canvas er nokkuð einfaldur.

Námskeið úr Moodle er hægt að flytja yfir í Canvas en þau munu ekki birtast óbreytt í Canvas. Kennarar þurfa að yfirfara kennsluvefina sína eftir flutning.

Gögn úr námskeiðum sem kennd voru á haustmisseri 2019 hafa verið flutt yfir í Canvas Hægt er að óska eftir aðstoð við flutning eldri gagna með því að senda póst á help@hi.is

Hættum við að nota Ugluna?

Að hluta til. Uglan verður áfram umsýslukerfi Háskóla Íslands en Canvas heldur utan um nám og kennslu.

Allar upplýsingar um þátttakendur í námskeiði, kennara, aðstoðarkennara, nemendur o.s.frv. eru áfram skráð í Uglu.

Get ég sent tilkynningar til nemenda úr Canvas?

Margir kennarar vilja hefja kennslu á því að senda nemendum tilkynningu. Það er gert í Canvas og á grunnþjálfunarnámskeiði kennum við þér að búa þær til. 

 

Hafðu samband við verkefnastjórn

Innleiðingarteymi Canvas tekur við athugasemdum og spurningum og leggur sig fram við að svara erindum væntanlegra notenda eins fljótt og auðið er.